sunnudagur, 18. ágúst 2013

Lopapeysa á húsfreyjuna

Það er svona ég sé eitthvað og það heillar mig, þa verð ég helst strax meðan hugmyndin er heit og eldmóðurinn lifir, að framkvæma.Málið er að eg sá stúlku í svo fallegri lopapeysu um verslunarmannahelgina, og ég kunni ekki við að taka mynd af henni, en hvað með það, ég fór heim og byrjaði að gúggla myndir af peysunni, fann ekkert svipað, en gafst ekki upp, auglýsti á facebook eftir þessu munstri og viti menn það bar árangur "med det samme" Ístex blað örugglega 15 ára gamalt, http://istex.is/prjonabok/Istex16.html
Og síðan hófst leitin að blaðinu og uppskriftinni, sem fannst með hjálp góðra Ísfirska vinkvenna minna
Og nú er ég byrjuð á peysunni,hún er prjónuð ofanfrá og niður, verður heil, og ekki ætla ég að hafa hana eins víða
og hún er í uppskriftinni

 

1 ummæli:

  1. Hahahaha skil þig svo vel... þegar maður fær hugmynd eða sér eitthvað geggjað, VERÐUR að byrja strax!!! Er þetta forsíðupeysan, þessi með hvítu doppunum eða hvaða peysa í þessu blaði???

    SvaraEyða