Heillaðist af þessum Converce skóm og ákvað að kenna samstarfskonu minni að hekla þá, en ákafinn var svo mikill að ég kláraði þá bara sjálf og færði henni.
Þórdís þetta tókst.
Og af því að ég var í ham þá gerði ég líka aðra handa henni Siggu Rún annari samstarfsskonu minni, og læt ég staðar numið í þessum fræðum að sinni. - Það er eiginlega ómögulegt að hekla úr svörtu garni, ég varð að vera með handavinnuljósið - með stækkunarglerinu við hendina svo ég myndi sjá lykkjurnar.
Ég er ORÐLAUS!!!!!!
SvaraEyðaÞau eru falleg! Mamma prjónaði yfirleitt sokka á okkur en við áttum aldrei svona skó.
SvaraEyða