laugardagur, 9. október 2010

Saumahelgi að Löngumýri

 Það er gott að eiga rúmgóðan bíl, fyrir fjórar bútasaumskonur,  samt pökkuðum við engu óþörfu.
 Helga komin á fullt með ræmurnar sínar. 
 Langamýri í Skagafirði, falleg í haustlitunum, yndislega fallegt veður var alla helgina og það var 18° hiti þegar við fórum heim. 
 Helga, Villa og Þórunn komnar á kvöldvökuna.

 Snyrtibuddur Sísu, og kennsla í rennilásasaum. 
 Þessar eru yndislegar, Margrét og Þórunn, mjög góðar vinkonur, láta eins og gömul hjón sem hafa verið giftar í tugi ára. 
 Verkefni mitt fimmtudag og föstudag, kemur bara vel út. 
 Byrjunin á óvissuverkefninu - 164 3" blokkir og síðan skástrikað 1/4" frá miðju. 
Berglind var að sýna hvernig hún gerir krákustíga í vélinni, hún er mjög flink við það stúlkan sú. 

Saumahelgin var yndisleg, okkur leið eins og litlum börnum sem eru úti að leika, síðan er kallað inn í mat og kaffi. Setið var við saumavélina frá kvöldmat á fimmtudegi og fram að kaffi á sunnudegi er haldið var heim á leið með nokkur verkefni hálfkláruð í fararteskinu. Síðan er það aftur að ári ekki spurning. 

1 ummæli:

  1. Sæl gaman að skoða síðuna þína sá að þú hafir verið á Löngumýri alltaf gaman að fylgjast með hvað aðrir eru að gera kv Sigrún Sól skraddaralús

    SvaraEyða