Hef ekki skrifað síðan á síðasta ári. Ekki mikil framför í þeim efnum.
Það sem ég hef áokað í handavinnunni er dúkkupoki og peysa og húfa fyrir dúkkuna hennar Bergdísar.
Einnig prjónaði ég 2 kvenfélagshúfur handa ungabörnum, mjög gaman að prjóna þessar húfur og kom kambgarnið mér virkilega á óvart, hef ekki prjónað úr því fyrr, á gamalt sjal sem mér var gefið fyrir mörgum árum og virðist kambgarnið í því vera mikið grófara, einhver mikil breyting hefur orðið á framleiðslunni til góðs á því.
Mér hefur lítið orðið ágengt með lopapeysuna mína, en er samt farinn að prjóna ermarnar, ætli hún verði ekki tilbúin fyrir vorið.
Í bútasaumnum hefur mér tekist að klára bogateppið þ.e. að sauma framhliðina og nú er aðeins eftir að setja það saman með baki og vatti - er það verkefni dagins í dag, því það er saumadagur hjá okkur Spottakonunum í Hafnarfirði.
Ég ætla einnig að taka með mér löberinn svarta með 8 blaða rósinni og kvilta hann, og skera niður í annan Kaffe Fasset löber sem ég keypti í USA ferðinni í haust.
Meira síðar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli