Fríða
Handavinnan mín og fleira skemmtilegt
sunnudagur, 15. janúar 2017
miðvikudagur, 21. desember 2016
þriðjudagur, 15. nóvember 2016
Flott á barnabörnin - vesti, kjóll, og peysur
Amman prjónar eins og vindurinn #ammaprjónareinsogvindurinn, og gleymir að setja myndirnar inn á bloggið sitt, enda er búið að vera mikið að gera hjá henni, bæði í vinnu og námi. En það er gott að grípa í prjónana inn á milli.
Hér er afrakstur sumarsins og haustsins fyrir yngstu barnabörnin mín,
Peysurnar þessi bláa og bleika eru prjónaðar úr alpakka og alpakkasilki, uppskriftin er keypt á netinu frá www.strikkezilla.no, þetta er sama stærð en garnið er misgróft (alpakka og alpakkasilke) enda 6 mán á milli þeirra.
Bleika peysan er frá hlynadesign og heitir Brim, breytti henni aðeins og er hún prjónuð úr englaullinni úr Litluprjónabúðinni, yndislegt garn...hálskraginn er síðan prjónaðar úr afgangnum af englaullinni en tvöfalt, uppskriftin er fengin af Raverly, frá hönnuði sem heitir Strikketanten.
Kjólinn er úr Litlu prjónabúðinni og heitir Alda, prjónaður úr BC Alba garn sem er bómullargarn.
Og svo er það vestið #elias úr Klompelompe2 bókinni, prjónað úr Merionoull úr Handprjón.is
miðvikudagur, 27. júlí 2016
Hún byrjar snemma að fylgjast með
þriðjudagur, 28. júní 2016
Emblapeysa - alpakkaull
Þessi peysa heitir Embla - og er frá strikkezilla, ég prjónaði hana úr Alpakka ull, hef aldrei prjónað úr því fyrr, og er hún létt og mjúk.
Peysan er fyrir Matthías Ágúst, ömmustrákinn minn í Svíþjóð, og verður hún örugglega fín eftir áramótin, en hann verður 1 árs í október. Stærðin er 12-18 mán.
Peysan er fyrir Matthías Ágúst, ömmustrákinn minn í Svíþjóð, og verður hún örugglega fín eftir áramótin, en hann verður 1 árs í október. Stærðin er 12-18 mán.
sunnudagur, 12. júní 2016
laugardagur, 4. júní 2016
Skírn Arnheiðar Maríu.
Þessi litla dama kom í heiminn 22.apríl, fæðingin gekk mjög vel, en hún þurfti að dveljast á gjörgæslu vökudeildar fyrstu 12 dagana, þar sem hún greindist með lungnaháþrýsting strax eftir fæðingu, en hún braggast mjög vel þessi elska og er komin yfir þetta.
Hún var síðan skírð heima hjá okkur þann 16.maí og fékk nöfn beggja langömmu sinna Arnheiður María.
Hún er í skírnarkjóll sem ég prjónaði fyrir nokkrum árum og skírnarslaufan er gerð af frænda hennar lögreglumanninum Guðm.Fylkis.
Sr.Þórhildur skírði, og spiluðu þær frænkur hennar Arnheiðar Maríu, SiggaKristjana, Sólrún Ylfa og Móeiður skírnarsálmana.
sunnudagur, 3. apríl 2016
Hvítur skokkur - hentesett with a twist
Þessi uppskrift er frá ministrikk.no, ég breytt henni aðeins þar sem mig langaði að hafa hana prjónaða með garðaprjóni, en uppskriftin segir hún eigi að vera brugðið á réttunni og þ.a.l slétt að innan.
Þessi peysa/skokkur er hneppt að aftan, þannig að það má auðveldlega hana sem gollu óhneppta við leggings.
Garnið er frá Lanas Merino fínna garnið
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)